Spurningin í heild sinni hljómaði svona:
Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla.
Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala klæðnaður. Það er erlent að uppruna og hefur væntanlega borist hingað úr ensku fremur en dönsku. Í dönsku er rithátturinn með tveimur -ll-um (sjá ordnet.dk). Uppruninn er rakinn til ítö...
↧