Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti.
Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin er á suðurpólnum sjálfum, langt inni í landi, í um 2.800 m hæð yfir sjó. Þar hefur frostið farið niður fyrir -80°C. Hæsti hiti (eða minnsta frost) sem þar hefur mælst er -12,3°C....
↧