Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar.
Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? Eins og þar kemur fram missa rafhlöður ekki frá sér neinar efniseindir við notkun heldur flæða rafeindir út úr rafhlöðunni um forskaut (e. anode) hennar og aftu...
↧