Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn.
Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsins með innflutningi á sauðfé frá Þýskalandi. Meðal þessara sjúkdóma voru visna og mæði, sem litla athygli höfðu fengið annars staðar, en íslenska féð reyndist mjög næmt fyrir. Það tókst...
↧