Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir.
Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæðingardag Jesú Krists og því var eðlilegt að þar yrðu jóla- og nýársgjafir eitt og hið sama. Þó sést lengi vel ekki getið um jólagjafir nema meðal evrópskra höfðingja. Oftast er það á þá...
↧