Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum.
Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staður til að öðlast betri skilning á eðli jarðskorpunnar og þeim öflum sem valda færslum á yfirborði, svo sem landreki, jarðskjálftum, kvikusöfnun í eldfjöllum, landrisi vegna jöklabráðnuna...
↧