Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhverfismengun, sóun á auðlindum, slæmur aðbúnaður starfsfólks, skattaundanskot og fleira. Það kemur því í hlut samfélagsins að móta reglur, formlegar og óformlegar, sem fyrirtæki starfa ef...
↧