Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki hefur meðal annars tekist að búa til nanóagnir úr sýklódextrínum sem auðvelda flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Þetta þýðir að sýklódextrínin geta gegnt hlutverki lyfjaferja og fyrir ...
↧