Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga.
Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhverfi víðsvegar á Íslandi og nú hin síðari ár á fornjökulumhverfi og virkni ísstrauma á Vestur-, Norður- og Norðausturlandi. Auk þess hefur Ívar tekið þátt í rannsóknarverkefnum í Síberíu...
↧