Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum.
Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni.
Eggjahvítan er einnig nauðsynlegt næringarforðabúr fyrir vaxandi ungann en eggjahvíta er að vísu að mestu vatn (90%) og svo flókin prótín, svo sem albúmín og glóbúlín. Engin lípí...
↧