Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísindum á þeim tíma. Á fyrstu áratugum aldarinnar beindu vísindamenn sjónum sínum ekki síst að smæstu ögnum alheimsins. Fór þar fremstur Ernest Rutherford (1871–1937) sem varpaði skýrara lj...
↧