Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð.
Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön um samhliða vinnslu í hugbúnaði. Marjan og rannsóknahópur hennar eru frumkvöðlar í smíði verkfæra og óhlutbundinna aðferða til að sannreyna hugbúnað og virkni í samhliða og samtíma vin...
↧