Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina hana. Á síðari árum hafa birtingarmyndir ofbeldis verið henni hugleiknar og hvernig hægt er að draga úr ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess. Þá hefur hún talsvert stundað kenningarsmíð...
↧