Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt):
Synir hans láta verpa haug virðulegan eftir hann. Lítið var fé borið í haug hjá honum. En er því var lokið, þá taka þeir bræður tal um það, að þeir muni efna til erfis eftir föður sinn, því að það var þá tíska í það mund.
...
↧