Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu í stað pendúls.
Gangfjöðurin (e. mainspring) er fundin upp í byrjun 15. aldar og úrsmíði hefst í Evrópu snemma á 16. öld. Þýskaland var þar fremst í flokki og stundum er lásasmiðurin...
↧