Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa.
Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanverðri álfunni suður til Suður-Afríku og frá Níger í vestri til Sómalíu í austri. Þessi mikla útbreiðsla hefur skapað nokkur afbrigði gíraffans. Flokkunarfræðingar eru nokkuð sammála um a...
↧