Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi séu nefnd. Segja má að Benjamin hafi ekki látið neinar birtingarmyndir eða afurðir nútímamenningar vera sér óviðkomandi. Höfundarverk hans reynist ekki síður margbrotið ef horft er til þ...
↧