Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund.
Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar.
Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagdýr og sækja fæðu sína einvörðungu í jurtaríkið. Naggrísir gera sér oft bústaði neðanjarðar eða nýta sér holur sem önnur dýr hafa gert. Þeir halda oftast til í litlum hópum, 5-10 saman. ...
↧