Öll spurningin hljóðaði svona:
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla.
Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhrif á náttúruöfl og -anda. Fjölkynngin var af ólíkum toga og meðal annars var talið að fjölkunnugt fólk af báðum kynjum gæti framið seið. Þótt menn séu ekki sammála um nákvæma virkni seið...
↧