Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af.
Kalksteinshellar
Lang-algengastir og frægastir eru kalksteinshellar meginlandanna sem myndast við efnaveðrun kalksteins (CaCO3): Þegar kolsýrt jarðvatn seytlar um þröngar sprungur víkka þær smám saman og verða að göngum. Ár og lækir ví...
↧