Plastefni eru efni úr einni eða fleiri tegundum fjölliða úr stórum hópi fjölliða. Plastefni hafa vissa mýkt svo hægt sé að móta þau og forma. Sellófan fellur undir þessa skilgreiningu og mundi því almennt vera talið til plastefna.
Sellófan er þunn, gegnsæ filma búin til úr sellulósa og var fundin upp og þróuð af svissneska efnafræðingnum Jaques Brandenberger (1872–1954) á fyrstu árum 20. aldar. Sellófan-filma er ekki teygjanleg, hún er mjúk og sveigjanleg en getur krumpast og það skrjáfar í ...
↧