Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yfir. Afganginum af mylsnunni stráð yfir. Bakað í vel heitum ofni. Skorið í tigla og borðað sem smákökur.“ Ekki kemur þessi lýsing heim og saman við þá hjónabandssælu sem ég baka í kringl...
↧