Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og margt mótar, tefur og truflar vindinn á leið hans.
En lítum á nokkur einföld dæmi um tilurð vinds innanhúss. Vindur er þar oftast lítill en hann getur þó bæði skellt hurðum og feykt...
↧