Við lestur ljóðsins ,,Fjallið Skjaldbreiður" eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mætti ætla að skáldið hafi orðið vitni að eldgosi. Í ljóðinu segir meðal annars:
Titraði jökull, æstust eldar,
öskraði djúpt í rótum lands,
eins og væru ofan felldar
allar stjörnur himnaranns;
eins og ryki mý eða mugga
margur gneisti um loftið fló;
dagur huldist dimmum skugga,
dunaði gjá og loga spjó.
Belja rauðar blossa móður,
blágrár reykur yfir sveif,
undir hverfur runni, rjóður,
rey...
↧