John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirra þar sem það sigldi með vesturströnd Afríku. Staðhættir margra landa á svæðinu falla illa að lýsingum á því hvernig hæðótt landslag er vaxið þykkum frumskógi allt fram að strönd. Lönd ...
↧