Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síðastliðin ár. Árið 2007 voru 544 þúsund fé slátrað en á síðasta ári um 598 þúsund eins og áður sagði. Þetta er fjölgun upp á tæp 10% og hefur hún verið bæði í dilkum og fullorðnu fé.
...
↧