Stutta svarið
Nei.
Lengra svar
Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á sér kræla fyrr en 1992. Þá jókst skjálftavirknin og því fylgdu þrjú kvikuinnskot, 1994, 1999, og 2009. Fjallið bólgnaði mikið fyrstu mánuði 2010, sem endaði í eldgosinu á Fimmvörðuháls...
↧