Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er upp á fleiri en eina leið við að svara spurningalistanum eða að umbun af einhverju tagi er veitt. Almennt séð hafa rannsóknir bent til þess að umbun geti hækkað svarhlutfall kannana umta...
↧