Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann jafnframt til að hampa afrekum sínum og hæfni og segir meðal annars frá því að hann hafi í febrúar 1477 siglt eitt hundrað rastir, tæplega 600 km, út fyrir eyjuna Tile (einnig nefnd Thu...
↧