Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo á því hvort það sem stefnt er að gengur eftir. Þannig er hefð fyrir því að á hverju ári séu samþykkt fjáraukalög sem taka á vanda vegna þess að forsendur fjárlaga hafa ekki að öllu leyt...
↧