Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga heimili hjá bónda og vinna við bú hans, fyrir ákveðið hámarkskaup, að minnsta kosti meginhluta ársins. Frá þessari reglu var ein undantekning: „Smiðar þeir er hús gera úr austrænum [það e...
↧