Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið?
Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans „þar hæfir spónn kjafti“ frá miðri 17. öld. Í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830 er afbrigðið „þar hæfir spónn múla, en skél kjapti“. Múli er notað...
↧