Alzheimers-sjúkdómur hefur væntanlega alltaf verið til en honum var fyrst lýst í grundvallaratriðum í byrjun síðustu aldar af vísindamönnum í Mið-Evrópu. Fyrstur þeirra svo vitað sé var Oskar Fischer (1876–1942) í Prag sem kynnti sínar niðurstöður árið 1905 en hann er nánast öllum gleymdur. Annar þeirra var Alois Alzheimer (1864-1915) í München sem kynnti sínar niðurstöður árið eftir. Hann fékk síðan sjúkdóminn heitinn eftir sér.
Kynning Alzheimers var nákvæmari því ekki aðeins hafði hann sk...
↧