Níels Bohr (1885-1962) var danskur eðlisfræðingur, einn af frægustu mönnum þeirrar vísindagreinar á sínum tíma. Auk þess sem hann setti fram nýmæli í nútíma eðlisfræði kom hann á fót merkri stofnun í Kaupmannahöfn þar sem margir af helstu eðlisfræðingum heimsins unnu að þróun eðlisfræðinnar, einkum í skammtafræði. Hann lét einnig til sín taka í því að greiða götu gyðinga og annarra flóttamanna frá Þýskalandi á tímabilinu 1930-1944. Hann beitti sér fyrir opnum samskiptum þjóða í lok heimsstyrjald...
↧