Áttungur (e. octant) í rúmfræði fæst þegar þrívíðu evklíðsku rúmi er skipt eins og sést nánar á myndinni hér á eftir. Við byrjum á að koma hnitaásunum, sem eru merktir með x, y og z, fyrir í rúminu hornréttum hverjum á annan eins og myndin sýnir. Þeir skilgreina þrjár sléttur, xy, yz og xz, og þær skipta rúminu einmitt í áttunga.
Við getum auðkennt áttungana með rómverskum tölum eins og myndin sýnir, en einnig má til dæmis auðkenna þá með formerki hnitanna. Þannig fengi áttungur I auðkennið +...
↧