Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það sama og verið hafði í öndverðu: að setja fram forspá fyrir ókomna tíð, til dæmis sem varðaði uppskeru, veðurfar, flóð, og fleira. Þannig átti að vera hægt að bregðast rétt við í tæka ...
↧