Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna.
Í dag eru þrjár villtar spendýrategundir í Færeyjum sem allar eru innfluttar. Fyrst má nefna snæhérann (Lepus timidus) sem var fluttur frá Noregi árið 1854. Snæhérinn finnst á öllum...
↧