Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir.
Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er lítill. Fullorðin dýr eru 140–180 cm upp á herðakamb og vega á bilinu 800 til 1.400 kg. Höfuðið er tiltölulega lítið miðað við stórvaxinn skrokkinn. Hornin eru tvö, það fremra lengra, ...
↧