Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. mars 1958. Helsta starf samtakanna var útgáfa samnefnds bæklings og blaðs auka fundahalda víða um land.
Á aðalfundi haustið 1958 var kosið fimmtán manna framkvæmdaráð. Meðal fulltrúa...
↧