Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómafull. Allt eru þetta atriði sem koma í veg fyrir að rökræða geti komist á skrið um það sem spyrjanda liggur augljóslega á hjarta.
Það mætti hins vegar reyna að svara spurningunni óbeint...
↧