Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum.
Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum og einnig víða á reikistjörnunni. Árið 2011 tilkynntu vísindamenn að á myndum HiRISE-myndavélarinnar á Mars Reconnaissance Orbiter hefðu fundist merki um að fljótandi vatn streymdi ni...
↧