Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson.
Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum þeirra er 300-400 m þykkur jökull. Frá árinu 1955 hafa að minnsta kosti 40 hlaup fallið undan sigkötlunum, 30 km leið undir jökli aust...
↧