Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja.
Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum.
Þann 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París...
↧