Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna.
En hvað með ensku? Sami orðstofn er til í ensku og er þar sprelllifandi, að vísu í orði sem merkir annað. Enska orðið fyrir konu er vitaskuld woman sem er óskylt ofangreindum orðum (á bak við woman er samsetningin wif-man, þ...
↧