Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði?
Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur til húshitunar og í sundlaug.
Saga staðarins nær þó ekki langt aftur en fyrst kveður að Reykjanesi þegar þar hófst saltsuða á síðari hluta 18. aldar. Saltframleiðslan var að frumkvæð...
↧