Upprunalega spurningin var:
Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum?
Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum en flekaskil þeirra liggja í gegnum Ísland.
Inn á milli stóru flekanna er fjöldi minni fleka og flekabúta og er Hreppaflekinn einn slíkur. Ef litið er á landakort...
↧