Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upphafsmanns umferðarljósa. Knight lést árið 1886.
Minningarskjöldur um John Peake Knight hefur verið settur upp nálægt þeim stað þar sem fyrsta umferðarljósið stóð.
Umferðarljósið s...
↧