Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Mangnússon teldur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4).
Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu tjóni’ var vel þekkt í fornu máli. Fræðimaðurinn A.M. Sturtevant taldi upprunalega mynd orðtaksins gjalda afráð, sem einnig er þekkt í fornu máli, og eru þeir Ásgeir því sammála um það...
↧