Í Landnámabók er heiti fjallsins Gunnólfsfell, það er sem sé kennt beint við Gunnólf sjálfan. Í sama riti er víkin kölluð Gunnólfsvík.
Mynd sem sýnir eyðibýlin Sóleyjarvelli og Gunnólfsvík. Gunnólfsvíkurfjall sést efst til hægri.
Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna svo fjallið við víkina fremur en beint við Gunnólf. Í Sýslu- og sóknalýsingum Bókmenntafélagsins frá 19. öld kemur aðeins fyrir heitið Gunnólfsvíkurfjall. Í örnefnaskrá Gunnólfsvíkur stendur: „Víkin hei...
↧