Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaðan kemur nafn Golfstraumsins? Hvers vegna heitir hann Golfstraumur?
Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi. Hann er upprunninn fyrir norðan miðbaug í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund.
Golfstraumurinn dregur nafn sitt af Mexíkóflóa sem nefnist á ensku 'Gulf of Mexico'. Enska orðið gulf merkir 'flói' eða 'breiður fjörður'. Það er algengt í örnefnum á ensku, til dæmis, Persi...
↧